Fraedsluferdir

PÓLLAND Þúsund ára saga stórbrotinna sviptinga, átaka og sigra hafa mótað Pólland sem í dag er að verða sífellt vinsælli áfangastaður og býður upp á marga spennandi valkosti. Gamla höfuðborgin Kraká eins og lifandi safn á meðan stórborgin Varsjá iðar af framsækni og hafnarborgin Gdansk státar af glæstum söfnum og frelsishugsjón. Verð frá: 125.990 kr. m.v. 2 í herbergi í 4 nætur SANKTI PÉTURSBORG Borgin er ekki ýkja gömul en hún er í einu orði sagt stórkostleg. Sagan fer þó ekki fram hjá nokkrum sem sækir borgina heim. Á bökkum árinnar Nevu minnir Vetrarhöllin á glæsta tíma keisarana en líka á andóf byltingarsinna. Sankti Pétursborg er sannkölluð menningarborg með óteljandi söfnum, mikilfenglegum kirkjum, tónleikasölum og Mariinsky-leikhúsinu margfræga. Þó svo tengingin sé langsótt þá iðar borgin af jassi og það lætur engan ósnortin að fara á tónleika í Jass Fílharmóníunni. Verð frá: 139.990 kr. m.v. 2 í herbergi í 4 nætur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=