Fraedsluferdir

3 Fræðsluferðir út í heim eru mikilvægur hluti af starfsþróun og endurmenntun starfsmanna og kennara. Að sækja sér aukna þekkingu og kynnast frábrugðnu starfsumhverfi á áhugaverðum áfangastöðum þar sem nýjar hugmyndir mótast og nýtast vel til framþróunar í starfi. Fræðsluferðir eiga líka að vera skemmtilegar eins og þær eru fræðandi. Þær efla samstöðu starfsmannahópsins og stuðla að betri vinnustaðamenningu. Tripical býður upp á að skipuleggja styrkhæfar fræðsluferðir fyrir skóla, stofnanir og fyrirtæki sem henta fjölbreyttum þörfum ólíkra hópa fyrir fræðslu og endurmenntun. Tripical skipuleggur einnig viðbótardagskrá eins og kynnisferðir, skemmtanir eða viðburði eftir séróskum hvers hóps. Við viljum stuðla að því að makar komi með og bjóðumþvímökumsér dagskrá meðaná starfstengdri fræðslustendur. Tripical býður upp á fræðsluferðir til allra þeirra áfangastaða sem hér eru kynntir . Þegar um er að ræða fjölmenna hópa er Tripical reiðubúið að vinna með óskir um aðra áfangastaði og erum við ávallt tilbúin til þess að bjóða fram þjónustu okkar. Verðdæmin í bæklingnum miða við 5 daga fræðsluferðir en ferðirnar geta verið lengri eða styttri, allt eftir óskum hvers og eins hóps. Verðdæmin í bæklingnum byggja á kostnaðarmati meðalálagstíma ferða en geta verið lægri eða hærri allt eftir lengd ferða og áfangastaða. Hafið endilega samband til að fá tilboð í ykkar fræðsluferð. Í okkar ferðum eru innifaldar rútur á áfangastaði, íslensk fararstjórn og skipulögð fræðsla eftir óskumhvers hóps. Nánari upplýsingar um fræðsluferðir Tripical má sjá á vefsíðu okkar:  www.tripical.is/fraedsluferdir GÓÐ SKIPULAGNING ER OKKAR FAG!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=