Fraedsluferdir
STARFSTENGDAR FRÆÐSLUFERÐIR Tripical sérhæfir sig í fræðsluferðum fyrir skólahópa, stofnanir og fyrirtæki. Við bjóðum upp á að skipuleggja starfstengdar fræðslu- ferðir fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina, hvort sem það eru endurmenntunarferðir, skólaheimsóknir, fræðsluferðir, vinnustaðaheimsóknir eða námsferðir. Við leggjum okkur fram við að uppfylla þarfir og óskir hvers og eins hóps og bjóðumst til þess að sjá um allt utanumhald ferðarinnar til að gera ferlið sem einfaldast og þægilegast. Undirbúningur ætti ekki að lenda á herðum starfsmanna sem ná þá ekki að njóta ferðarinnar vegna álags. Fagfólk Tripical er þrautþjálfað við að leysa úr þeim fjölmörgu viðfangsefnum sem upp geta komið og við erum til taks alla ferðina. VERNDUM SAMAN JÖRÐINA Sem ábyrg ferðarskrifstofa tökum við skýra afstöðu með náttúruvernd og bjóðum viðskiptavinum okkar að kolefnisjafna ferðir sínar. Við lítum á það sem skyldu okkar gagnvart komandi kynslóðum. Einnig styðjum við góðgerðarstarf og dýravernd hér heima sem og á áfangastöðum okkar. UM FERÐASKRIFSTOFUNA TRIPICAL Tripical er ferðaskrifstofa í stöðugri sókn og leggur höfuðáherslu á að veita góða og persónulega þjónustu, þar sem markmið okkar er að gera ferðalag þitt ógleymanlegt og ánægjulegt. Tripical býr yfir víðtækri reynslu af ferðum fyrir fjölbreytta hópa með ólíkar þarfir. FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI Sérfræðingur okkar í fræðsluferðum heitir Áslaug Hersteinsdóttir-Hölttä. Hún hefur um árabil unnið að skipulagningu fræðsluferða og skólaheimsókna landa á milli meðfram öðrum störfum eins og t.d. kennslu, verkefnastjórnun og túlkun. Áslaug heldur utan um framboð og skipulag dagskrár fræðsluferða sem samhent teymi Tripical sér um að skili árangri og verði eftir- minnilegar. Áslaug talar finnsku, sænsku, rússnesku og ensku.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=