Veiðikortið 2020
90 veidikortid.is Staðsetning: Þveit er í Nesjahreppi í Austur- Skaftafellssýslu. Leiðarlýsing: Þveit er í um 450 km fjarlægð frá Reykjavík og um 10 km frá Höfn í Hornafirði. Vatnið liggur við þjóðveg 1, þannig að aðgangur er auðveldur. Upplýsingar um vatnið: Vatnið er 0,91 km2 að flatarmáli og í 2 m hæð yfir sjávarmáli. Myllulækur og Skrápslækur renna í vatnið og Þveitarlækur úr því. Fiskgengt er á milli vatns og sjávar þannig að sjóbirtingur á þangað greiða leið. Veiðisvæðið: Heimilt er að veiða í landi Stórulágar, sem ræður yfir u.þ.b. helmingnum af vatninu. Veiðisvæðið má betur greina á tilfallandi korti. Gisting: Til stendur að opna tjaldstæði við vatnið fyrir sumarið og þá geta veiðimenn keypt aðgang að því á bænum Stórulág. Veiði: Í vatninu finnst bleikja, urriði, sjóbirtingur og sjóbleikja. Agn: Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn. Besti veiðitíminn : Vor og haust eru jafnan best en samt góð veiði yfir allt veiðitímabilið. Reglur: Einungis má veiða í landi Stórulágar. Ekki er heimilt að veiða í útfalli Þveitar- lækjar, sem er sameign Stórulágar og Stapa. Óheimilt er að vera með hunda við vatnið og notkun báta er óheimil án leyfis landeiganda. Mikið fuglalíf er við vatnið og stranglega bannað er að raska ró þeirra. Jafnframt ber veiðimönnum skylda til að ganga snyrtilega um og aka ekki utan vega. Veiðimenn þurfa ekki að skrá sig en hafa Veiðikortið og skilríki klár til að sýna veiðiverði þegar hann kann að óska eftir því. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Veiðivörður: Sigurður Sigfinnsson á Stórulág hefur umsjón með vatninu. Stórulág er staðsett um 2 km norður af vatninu. Þveit 1. apríl- 30. sept 10:00 - 22:00 Suðurlandsbraut 18 • 108 Reykjavík • www.fulltingi.is • fulltingi@fulltingi.is du vinsamlega í síma 533 2050 eða okkur tölvupóst: fulltingi@fulltingi.is u þá í okkur hjá Fulltingi. m sérfræðingar á þessu sviði og útskýrum rétt þinn á mannamáli. tar þig ekkert að kanna rétt þinn á bótum! elkomið að hafa samband hvenær sem þér hentar. fur þú s aðast í slysi? geta gerbreytt aðstæðum í lífi okkar allra. Erfiðleikarnir a verið líkamlegir, sálrænir, félagslegir og fjárhagslegir. 64° 20,643’N, 15° 15,271’W REYKJAVÍK 450 KM HÖFN 10 KM
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=