Veiðikortið 2020
86 veidikortid.is Staðsetning: Þingvallavatn er í Þingvallasveit í Bláskógabyggð. Leiðarlýsing: Vatnið er í um 50 km fjarlægð frá Reykjavík. Upplýsingar um vatnið: Þingvallavatn er í um 100 m hæð y.s., flatarmálið er um 84 km 2 og mesta dýpi er um 113-114 m. Vatnið er eitt vinsælasta veiðivatn á landinu og á sér stóran hóp af fastagestum. Náttúrufegurð og saga gerir Þingvallavatn einstakt meðal vatna landsins. Í Vatnskoti er góð aðstaða fyrir veiðimenn og gesti. Þar eru snyrtingar, borð og bekkir ásamt upplýsingum um vatnið og lífríki þess. Þar er einnig gott aðgengi fyrir fatlaða, bæði til veiða og dvalar. Veiðisvæðið: Handhöfum Veiðikortsins er heimilt að veiða fyrir landi þjóðgarðsins frá Arnarfelli til og með Lambhaga. Veiðikortið gildir ekki í landi Kárastaða. Öll veiði í Öxará er bönnuð. Helstu veiðistaðir eru í Lambhaga, Vatnskoti, Vörðuvík, Öfugsnáða, Nes- Nautatanga og Hallviki. Gisting: Tjaldleyfi er hægt að kaupa í þjónustumiðstöðinni. Einungis er leyfilegt að tjalda á sérmerktum tjaldstæðum. Óheimilt er að leggja ferðahýsum á tjald- og bílastæði í Vatnskoti eða gista á bílastæðum við vatnið yfir nótt. Nánari upplýsingar um tjaldsvæðin á Þingvöllum má finna á heimasíðu þjóðgarðsins, thingvellir.is . Veiði: Í Þingvallavatni er víðfrægur urriðastofn og fjögur bleikjuafbrigði, sem þróast hafa út frá einni tegund á síðustu 10.000 árum. Þetta eru kuðungableikja, sílableikja, murta og gjámurta. Algeng stærð á bleikjunni er frá hálfu pundi upp í 3 pund. Daglegur veiðitími: Veiðitími er frjáls. Tímabil: Veiðitímabilið er frá 20. apríl til 15. september. Veiðibann er í Ólafsdrætti frá 1. júlí til 31. ágúst vegna hrygningar bleikjunnar. Aðeins má veiða á flugu og öllum urriða skal sleppt á tímabilinu 20. apríl - 1. júní. Agn: Einungis er heimilt að veiða með flugu, maðki eða spún og einungis með flugu frá 20. apríl - 1. júní. Öll önnur beita er bönnuð, þ.m.t. makríll, Þingvallavatn 20. apríl - 15. sept 24/7 64° 14,655’N, 21° 4,175’W -fyrir landi þjóðgarðsins að undanskildu landi Kárastaða. REYKJAVÍK 50 KM SELFOSS 40 KM
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=