Veiðikortið 2020
64 veidikortid.is Staðsetning: Svínavatn er í Húnavatnshreppi í A-Húnavatnssýslu, í nágrenni við Blönduós. Leiðarlýsing: Frá Reykjavík eru um 240 km í vatnið. Farið er út af þjóðvegi 1 við þjóðveg 724 og þaðan eru um 9 km að vatninu. Upplýsingar um vatnið. Vatnið er 12 km 2 að stærð, og liggur í 130 m hæð yfir sjávarmáli. Mesta dýpi er um 30 metrar. Veiðisvæðið: Veiðisvæðið er fyrir landi Stóra- Búrfells og Reykja í Húnavatnshreppi, eins og meðfylgjandi kort sýnir. Veiðikortshafar geta farið til veiða án þess að tilkynna komu sýna sérstaklega en þurfa að hafa Veiðikortið við höndina þegar veiðivörður vitjar veiðimanna. Athugið að slóðar geta verið varasamir í bleytu. Veiði: Í vatninu veiðist mest af urriða en einnig er þar töluvert af bleikju. Agn: Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn. Besti veiðitíminn: Jöfn veiði er allan veiðitímann. Reglur: Veiðimenn eru beðnir um að skilja ekki eftir sig rusl. Akstur utan vega er stranglega bannaður. Veiðimenn geta farið til veiða án þess að tilkynna komu sýna sérstaklega, en þurfa að hafa Veiðikortið við höndina þegar veiðivörður vitjar veiðimanna. Veiðivörður: Ef veiðimenn vilja fá upplýsingar á staðnum geta þeir hringt í ábúendur: Grím á Reykjum í GSM: 892-4012 og Jón á Stóra-Búrfelli í S: 452-7133 og í GSM: 868-3750. Svínavatn 1. júní - 31. ágúst 7:00- 24:00 -í landi Reykja og Stóra-Búrfells 65° 32,230’N, 20° 5,315’W Suðurlandsbraut 18 • 108 Reykjavík • www.fulltingi.is • fulltingi@fulltingi.is Hringdu vinsamlega í síma 533 2050 eða sendu okkur tölvupóst: fulltingi@fulltingi.is Hringdu þá í okkur hjá Fulltingi. Við erum sérfræðingar á þessu sviði og útskýrum rétt þinn á mannamáli. Það kostar þig ekkert að kanna rétt þinn á bótum! Þér er velkomið að hafa samband hvenær sem þér hentar. l Hefur þú skaðast í slysi? Slys geta gerbreytt aðstæðum í lífi okkar allra. Erfiðleikarnir geta verið líkamlegir, sálrænir, félagslegir og fjárhagslegir. l REYKJAVÍK 240 KM BLÖNDUÓS 20 KM
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=