Veiðikortið 2020

48 dag festa veiðimenn sér þessa nánd ekki aðeins í minni sem efnivið í síðari frásagnir. Í dag er nándin fönguð í mynd, send vinum og kunningjum á samfélagsmiðlum sem kyrralífsmynd eða lifandi örskot. Miðlar eins og Facebook og Instagram eru óþrjótandi brunnur fallegrar upplifunar veiðimanna, jafnvel þótt enginn sé veiðin í augsýn. En miðlun væri til lítils ef ekki væru þeir til sem vilja njóta. Líklegast fagna allir Veiðikortshafar öllum deilingum mynda næsta sumar, um að gera að leyfa öðrum að njóta með sér á Facebook og Instagram Veiðikortsins. Í sumar sem leið prófuðum við veiðifélagarnir að tengjast fjarstöddum félögum okkar með því að senda þeim myndir og örskot af eins einföldum hlut og nestinu okkar á veiðislóð. Úr varð hin skemmtilegasti leikur okkar í millum sem stóð í allt sumar. Umgjörð þessa var ekki flókin, aðeins einföld myndskilaboð á Facebook með örfáum orðum var allt og sumt og jafnvel stök mynd af kaffibolla á veiðislóð kallaði fram stemmingu og viðbrögð. Vitaskuld læddist einn og einn fiskur með í mynd, mismargir eins og gengur, en þeir voru aldrei aðalatriði, aðeins til skrauts. Vonandi verður sumarið 2020 það sumar sem framkallar villtustu draumóra veiðimanna, ef ekki, þá vonandi þá hóflegustu. Sama hvort verður, það verður alltaf betra heldur en sitja heima með hendur í skauti. Veiðikveðja, Kristján Friðriksson - www.fos.is Þessa mynd á ég ekki, þ.e. hún er tekin af mér en ekki af mér. Myndina tók sem sagt konan mín af mér þar sem ég þráaðist við úti í vatni langt fram í nóttina eftir tíðindalausan dag í veiðinni. Fyrir mér er þessi mynd ekki einhver sönnun þrákelkni minnar, heldur nær hún í öllum einfaldleika sínum þeirri kyrrð og ró sem vatnaveiðinn felur í sér. Sumarið 2019 - Kristján Friðriksson hjá FOS.IS gerir upp síðasta sumar!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=