Veiðikortið 2020

46 Það er fleira við veiði en veiðin sjálf Stangveiðimenn skara fram úr á ýmsum sviðum. Spakmælasmíð er þar á meðal. Skýringin á þessu er einföld, fáar athafnir mannskepnunnar fela í sér jafn mörg tækifæri til að setja í smellin spakmæli eins og stangveiði. Eitt af mínum uppáhalds er Það er fleira við veiði en veiðin sjálf og ég gríp reglulega til þess. Það vill brenna við að spakmæli veiðimanna hafi á sér blæ afsakana á því að koma tómhentir heim og við fyrstu sýn er þetta eitt þeirra. En þegar dýpra er kafað, þá kemur í ljós að það leynast þarna sannleikskorn sem margir þekkja og upplifa í stangveiðinni. Eitt það fyrsta sem mér dettur í hug er nándin, þessi óþrjótandi hvati að göfugum hugsunum, slökun og djúpri athygli sem festir smáatriði náttúrunnar í minni. Það er til marks um þetta að í eldri frásögnum af stangveiði má alltaf finna lýsingar á því sem náttúran hefur uppá að bjóða. Jafnvel smávægileg atriði eins og beð af hvönn eða njóla á bakka lifna við í frásögn sem ægilegur ógnvaldur og máður steinn í árfarvegi verður að svelli ógurlegu sem enginn skyldi hætta sér út á. Það er þekkt að örnefni á veiðislóð taki mið af náttúrunni, þessi eða hin þúfan, klöppin eða jafnvel löngu horfinn mannanna verk, eins og girðing eða birgi. Allt ber þetta merki þess að veiðimaður hefur ekki aðeins veitt, hann hefur einnig notið þess að vera og tengd við náttúruna og fest sér hana í minni. Í Sumarið 2019 - Kristján Friðriksson hjá FOS.IS gerir upp síðasta sumar!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=