Veiðikortið 2020

44 veidikortid.is Staðsetning: Meðalfellsvatn er í Kjósarhreppi. Leiðarlýsing: Um 50 km akstur er frá Reykjavík. Keyrt er inn í Hvalfjörð rétt áður en komið er að Hvalfjarðargöngum. Síðan er beygt til hægri og ekið frá Hvalfirði þjóðveg 461 sem liggur að vatninu. Upplýsingar um vatnið: Vatnið er um 2 km 2 að stærð og um 18 m djúpt þar sem það er dýpst. Vatnið stendur í 46 metra hæð yfir sjávarmáli. Í vatnið renna Sandsá og Flekkudalsá, en úr því fellur Bugða sem rennur í Laxá í Kjós. Lax og sjóbirtingur ganga úr Laxá um Bugðu og í vatnið. Veiðisvæðið: Heimilt er að veiða í öllu vatninu. Bannað er þó að veiða nær ósum en 50 metra. Gisting: Óheimilt er að tjalda við vatnið en ýmsar ferðaþjónustur eru starfræktar í nágrenninu þar sem hægt er að kaupa gistingu. Sjá nánar á kjos.is. Veiði: Mest veiðist af smábleikju, en einnig nokkur urriði, sjóbirtingur og lax. Urriðinn veiðist best fyrrihluta sumars. Lax gengur oft hratt upp í vatn og hafa menn veitt grálúsuga laxa upp í vatni þannig að mögulegt er að veiða lax frá miðju sumri og út veiðitímabilið. Þar sem mikið er af smábleikju í vatninu hentar það mjög vel fyrir ungviðið. Agn: Leyfilegt agn er aðeins fluga, maðkur og spónn. Önnur beita og smurefni bönnuð. Besti veiðitíminn : Frá miðjum júní og fram í miðjan ágúst. Annað: Mjög þægileg aðkoma er á vatninu og er tilvalið fyrir fjölskylduna að skjótast þangað til veiða. Reglur: Snyrtileg umgengni er skilyrði og bannað er að skilja eftir rusl við vatnið. Allur akstur utan vega og slóða er stranglega bannaður og verður slíkt athæfi kært til lögreglu. Veiðikortshafar sem valda umhverfisspjöllum eru ábyrgir gagnvart landeiganda. Veiðiskýrslur er hægt að sækja á vef Veiðikortsins og prenta út. Ef veiðist fiskur, sem er merktur Veiðimálastofnun, ber að geta þess í veiðiskýrslu. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Meðalfellsvatn 1. apríl - 20. sept 7:00 - 22:00 64° 19,047’N, 21° 35,914’W REYKJAVÍK 50 KM

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=