Veiðikortið 2020

28 veidikortid.is Staðsetning: Hólmavatn er á Hólmavatnsheiði, norður af bænum Sólheimum í Laxárdal. Leiðarlýsing: Vatnið er um 180 km frá Reykjavík, eða um 30 km frá Búðardal. Ekið er um Bröttubrekku í áttina að Búðardal, ef komið er að sunnan. Rétt áður en komið er að Laxá í Dölum er beygt upp Laxárdal á þjóðvegi 59 og ekið áleiðis 24,8 km að bænum Sólheimum. Þaðan er um 5 km vegur upp á heiði, en hann er ekki greiðfær fólksbílum, þó að hægt sé að aka þar á vel útbúnum og háum fjórhjóladrifsbílum. Jepplingar og jeppar henta þar að sjálfsögðu best. Upplýsingar um vatnið: Hólmavatn er um 1 km 2 að stærð og  í um 190 m hæð yfir sjávarmáli. Veiðisvæðið: Veiða má í öllu vatninu fyrir landi Sólheima. Veiða má fyrir landi Sólheima, eða frá útfalli austur fyrir vatnið og norður að þeim punkti þar sem Reiðgötuvatn liggur að vatninu – sjá bláa línu á korti. Gisting: Hægt er að tjalda endurgjaldslaust við vatnið, en þar er þó enga hreinlætisaðstöðu að finna. Veiði: Góð veiði er í vatninu. Bæði má finna urriða og bleikju í vatninu, þó að bleikjan sé á undanhaldi.  Daglegur veiðitími: Leyfilegt er að veiða frá morgni til kvölds. Skráning inn á svæðið þarf að vera á milli 7:00 og 22:00. Tímabil: Veiðitímabil hefst ekki fyrr en um miðjan júní, eða þegar vegurinn að vatninu verður fær, og fram til 30. september. Agn: Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn. Stranglega bannað er að leggja net. Besti veiðitíminn: Góð veiði er allt sumarið. Reglur: Veiðimenn verða að skrá sig við komu á bænum Sólheimum áður en haldið er til veiða, en sýna þarf Veiðikortið og skilríki. Einnig fá veiðimenn veiðiskýrslu, sem þarf að skila útfylltri við lok veiða. Aðeins er heimilt að koma til veiða á milli 7:00 og 22:00. Öll umferð á mótorhjólum / fjórhjólum er bönnuð nema í samráði við veiðivörð. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Hólmavatn í landi Sólheima Íslaust - 30. sept 7:00- 24:00 65° 14,475’N, 21° 22,921’W 4X4 REYKJAVIK 180 KM BÚÐARDALUR 30 KM JEPPAVEGUR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=