VK2021
62 Vatnakvöld Veiðikortsins! Fullt var út að dyrum á fyrsta og eina Vatnakvöldi ársins. Vatnakvöld Veiðikortsins Farið var að stað með kynningarkvöld sem áttu að fara fram með reglulegu millibili í vor. Sökum sóttvarnarlaga varð þó aðeins eitt kvöld haldið og vonandi verður hægt að halda áfram með Vatnakvöldin í vor. Ívar Örn Hauksson kynnti Sauðlauksdalsvatn. Ívar Örn Hauksson reið á vaðið og kynnti Sauðlauksdalsvatnið við Patreksfjörð fyrir veiðimönnum. Hann þekkir vatnið eins og lófann á sér enda veitt þar í yfir 30 ár. auk þess að vera mikill fluguhnýtari, og kynnti hann fyrir gestum helstu veiðistaði, veiðiaðferðir og hvaða flugur virka best í vatninu. Hann hélt samhliða sýningu í fluguhnýtingum á flugum sem virka í vatninu. Sauðlauksdalsvatn er sennilega eitt af mögnuðustu veiðivötnum landsins með sína hvítu sanda og Rauðsand og Látrabjarg í næsta nágrenni. Patreksfjörður er í næsti byggðakjarni í um30mínútna akstursfjarlægð. Vatnið á samgang við sjó og er þar að finna jafnt staðbundna fiska sem og sjógengna. Það er því misjafnt hvaða fiska menn eru að veiða eftir tíma sumars. Ívar Örn stendur einnig fyrir YOUTUBE rásinni Flugusmiðjan , þar sem veiðimenn geta lært að hnýta margar góðar flugur sem henta vel í vatnaveiði. Fylgist með því vonandi getum við haldið fleiri vatnakvöld í vor. V a t n a k v ö l d V e i ð i k o r t s i n s Sauðlauksdalsvatn Ívar Hauksson kynnir Mánudaginn 2. mars kl. 20.00 Rafstöðvarvegi 14, (Salur SVFR) Hér er straumflugan sem hann Ívar Örn hnýtti á Vatnakvöldinu, en hún virkar ljómandi vel í Sauðlauksdalsvatni. Eins og sjá má var fullt út að dyrum á kynningu Ívars á Sauðlauksdalsvatni.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=