VK2021

52 UNDRAVERÖLD AÐ FJALLABAKI Í uppeldisfræðum segir að þroskastökk barna eigi sér helst stað við 5 til 7 ára aldur. Skynjun umhverfis og frelsisþörf þeirra eykst stórum á þessum árum og hvar er þá betra að eiga gæðastund með þeim heldur en úti í náttúrunni? Þá er átt við gæðastund þar sem foreldrar og börn geta sameinað allt það besta sem íslensk náttúra hefur að bjóða, notið kyrrðar og samveru en fá á sama tíma útrás fyrir hreyfiþörf og spennu. Þetta hlýtur að tikka í öll boxin á gátlistanum og þá er veiðidagur á fjöllum svarið. Síðasta sumar varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að vera vitni að ungum, athafnasömum veiðimönnum í Friðlandi að Fjallabaki. Tvær ungar dömur mættu þar fram á bakkann í fínasta pússi sínu, nýjum vöðlum og með veiðistangir í hönd. Það fór ekkert á milli mála að þar voru mættir veiðimenn framtíðarinnar. Að vísu leið ekki langur tími þar til merkilegur steinn eða fjöður í flæðarmálinu færði athyglina frá veiðinni, en það er bara líka allt í lagi. Börn kunna að njóta þess að vera til og þess einfalda sem fyrir augu ber. Þetta er kannski eitthvað sem fullorðnir gleyma með aldrinum og er þá ekki tilvalið að njóta leiðsagnar barnanna í leik? Það má alveg hvíla stöngina eitt augnablik, sinna ímynduðum hákarli sem hefur strandað eða barni sem hefur vaðið upp fyrir, setjast niður og fá sér nesti og bulla út í bláinn. Á komandi sumri bætist nýtt vatn, eða á ég að segja undraveröld, við á Veiðikortið, - eftir Kristján Friðriksson hjá FOS.IS

RkJQdWJsaXNoZXIy MjE3NDU=